jújú

jæja nú er maður kominn í sveitasæluna hér í skjernfossi. Ekki miklar breytingar hér á bæ, eitt nýtt hús í bænum og búið að loka einni sólbaðstofu (ef það skiptir einhvurn máli þá verður hún opnuð á nýjum stað í næstu viku). Það hefur s.s sama og ekkert breyst hér á þessum eina og hálfa mánuði sem ég var í burtu..... enda kannski ekki við öðru að búast.

Þegar ég kom heim var einhver helvítis lykt inn í íbúðinni minni.... ég var hræddur um að eitthvað væri að lifna við í ískápnum á þessum eina og hálfa mánuði sem ég var í burtu....  ég náði í 3 járnið úr gólfsettinu og opnaði ískápinn varlega og búinn undir það versta en ekkert gerðist. Lyktinn kom ekki úr ískápnum.... þar næst athugaði ég hvort ég hefði ekki tæmt kaffipokann úr kaffikönnunni... það var allt tómt og lyktin ekki þaðan.

Ég því næst fór ég inn á bað (með 3 járnið) og fann að lyktin var hvað sterkust þar. Ég leit ofan í klósettið, slekti setuna og þefaði ofani í dollunni en allt var í fínasti lagi. þá er mér var litið í átt að þvottvélinni og sé að út um hálf opna þvottavélshurðina stara á mig ill rauð augu....

kv Vignir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááá þetta var hryllilegt!!

KHG (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband