jamm og jú

úúfff maí rétt byrjaður og það er steik úti. Var í gær að spila golf í um 20 stiga hita sem var mjög ljúft. Í dag er álíka mikill hiti og ég er að reyna að sóla mig aðeins, ná í smá lit. Sit hér í garðinum mínum, hálfnakinn með tölvuna í fanginu... verður varla mikið betra.

Ég er Vignir... Ég er hlunnkur..... Hlunnkur er mjög vandmeðfarið fyrirbæri, það er ekki nóg að vera bara þungur heldur verður þú að falla undir vissar skylgreiningar hlunnkafélagsins til að geta kallað þig hlunnk. Ég ætla nú ekki að fara að telja upp hvað það er, en margar þessara skylgreininga hahfa eitthvað með mat að gera.... sem meðlimur í hlunnkafélaginu þá hef ég hagsmuni hlunnka í huga hvar sem ég er..... Ég var að borða áðan og fékk skeið með matnum sem ég panntaði mér, ég þurfti að nota skeið, gaffal og hníf við þennan rétt..... Ég fékk hugdettu........     ekki það að það sé ekki búið að framkvæma hana en mér finnst hún sniðug fyrir hlunnka.......          SKAFALL = sekið og gaffall saman í einu. Það er margra ára æfing að ná að troða eins miklu og maður getur og gaffalinn til að geta fullnægt matarþörfum sínum, skaffall gæti aukið bitastærðina um 90% samkvæmt mínum útreikningum. Ég tel þessa hugmynd ekki vera mína, held ég hafi einhvertímann séð skaffall en ég held að allir veitinga/skyndtibitastaðir heimsins ættu að sinna hlunnkunum sínum og bjóða upp á hníf og skaffal í staðin fyrir hníf og gaffall...

kv Vignir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: matthias arni ingimarsson

þessi hugmynd þin fer víst eins og eldur í sinu um alþjoðlega hlunnka samfélagið , heyri þetta á hverju horni hérna í mekka hlunnkanna BNA

matthias arni ingimarsson, 4.5.2006 kl. 16:11

2 Smámynd: Einar Hólmgeirsson

hahahahhaha ég sem meðlimur í hlunkavinafélaginu styð þessa tillögu:)

Einar

Einar Hólmgeirsson, 4.5.2006 kl. 18:00

3 Smámynd: Þórir Ólafsson

Er líka í þessum "vissum skylgreiningum" leyfilegt að stela mat frá hungruðum????? Ég bara spyr...

Þórir Ólafsson, 4.5.2006 kl. 19:47

4 Smámynd: Vignir Svavarsson

já ég var einmitt að fá hringingu frá suðurhluta japans, þar var einn hlunnkur sem hafði heyrt af þessari hugmynd.

takk fyrir stuðninginn bróðir hlunnkur.

Í sumum tilfellum má stela mat af hungruðum, t.d. ef hlunnkur er búinn að borða og er enn svangu, þá er það fullkomilega leyfilegt, það er eðli hlunnksins að borða til hann er vel mettur.

Vignir Svavarsson, 4.5.2006 kl. 19:56

5 Smámynd: Formenn

Mér líkar þessi hugmynd betur en margar hugmyndir sem ég hef heyrt á minni lífsleið. Veit ekki hvort ég teljist hlunnkur en ég er í það minnsta þéttur Formaður. Gaman væri að sjá teikningar af Skafal, ertu búinn að vera rissa upp eitthvað á blað?

Kveðja. Formaður B

Formenn, 4.5.2006 kl. 21:34

6 Smámynd: Vignir Svavarsson

Þarf ekkert að rissa þetta upp er með þetta allt í hausnum, láttu mig bara fá stálbita og ég skal berja hann til þar til hann verður að eitt stikki skaffall..

Vignir Svavarsson, 4.5.2006 kl. 22:45

7 Smámynd: matthias arni ingimarsson

var að heyra i Rannveig Rist úr álverinu og þetta fer víst í fjöldframleiðslu á sumarmánuðum og verður víst selt með George Formann grillum um allan heim í vetur

hamingju með þennann áfanga hlunnkurinn minn

matthias arni ingimarsson, 5.5.2006 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband