Færsluflokkur: Bloggar

jájá

Gerði mér ferð til Óðinsvé um síðustu helgi hitti fyrir þar góða menn, ég horfði á handboltaleik í dönsku 3 deildinni sem var gjörsamlega ógleymanleg skemmtun... ógleymanleg alveg.

Var boðið í mat og síðan var spilaður póker þar sem ég vann að sjálfsögðu... samt með smá samviskubit að hirða peninga af fátækum námsmönnum í Danmörku... ég kannski bæti þeim það upp og gef þeim kassa af Slots næst þegar ég kem til Óðinsvé.

Heyrðu hressandi brandara "hvað kallar maður tippið á mongólíta"........
"kjánaprik"...... þetta finnst sumu fólki fyndið. Út frá brandaranum spunnust mjög svo vitsmunalegar samræður en þær snérust um það hvort maður gæti slasað sig og endað með downsindrom. Alveg eðlileg... en þetta finnst sumu fólki fyndið...... ekki mér... eða hvað

Hressandi allt saman en ég er á leiðinni aftur til óðinsvé á morgun eða meira til Gudme þar sem GOG spilar. Verður hörku leikur þar sem fjórða sætið í deildinni er í boði.

kv Vignir 


jam

Thessi færsla er gerd ùr nyja símanum mìnum of thad finnst mèr voda, voda, voda snidugt..

Kv
Vignir


jámm

Var að koma frá landamærunum ásamt einum úr liðinu. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég geri mér ferð þangað en félaginn gerir þetta reglulega og var með innkaupalista frá fjölskyldu og kunningjum. Ég ætlaði nú bara að kaupa mér einn, tvo kassa af bjór og kannski eitthvað smá slik ef það freistaði mín....

Þetta endaði náttúrulega þannig að ég keypti fimm kassa af bjór og 3 kassa af gosi og borgaði  sama og ekki neitt fyrir. Félaginn fyllti restina af bílnum en við versluðum saman lagt næstum 50 kassa af gosi og bjór. Veit samt ekki alveg af hverju ég var að versla allan þennan vökva... ég verð alla eylíf að klára þetta...  en ég verð allavega ekki þyrstur fram að því.

kv Vignir 


jámm

"Það erfiðast við að vera á línuskautum, er að segja foreldrunum sínum að maður sé hommi"

kv Vignir 


jámm

Þriðjudagurinn 13 nóvember, klukkan er 23:46.

Ég var að klára að horfa Armageddon í fyrsta skiptið... það var annaðhvort að láta sig hafa það að horfa á Armageddon eða að horfa á danskt kosningarsjónvarp.... Þar sem ég get sent sagt dönsk pólitík og ég séum að dansa þá horfði ég á Armageddon.

Ég hefði betur sleppt að horfa á þessa ógeðs-mynd, hefði frekar átt að fylgjast með danskri pólitík eða jafnvel bara farið að þvo gardínurnar hjá mér.... Mikið ofboðslega er þetta slök mynd, mig grunaði að hún væri léleg en úúfff.

kv Vignir 


jájá

Var að keppa í gær sem er nú ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að í leiknum var mér sagt að "halda kjafti" sem er nú ekki í fyrsta skipitið og örugglega ekki það síðasta en það sem gerir þetta merkilegt er að það var dómarinn í leiknum sem sagði mér að "halda kjafti".... jább dómari sagði mér að halda kjafti... hann kom reyndar tvisvar sinnum til mín eftir leikinn og baðst innilegrar afsökunar sem mér finnst nokkuð stórt af honum, en mér fannst þetta fyrst og fremst fyndið.

kv Vignir

já og ég skoraði slatta, átti slatta af stoðsendingum og var tekinn úr umferð allann leikinn ;)


ja ja

Það er nú ekki oft sem eitthvað gerist í þessum blessaða bæ sem ég bý í en í gær dró heldur betur til tíðinda... Já Shell bensínstöðin mín sem er hérna 200 metra frá heimili mínu var rænd í fyrradag...  já það er ekkert grín að búa í sveitinni í Danmörk.

Á ránskvöldinu var ég ekki langt frá því að fara á Shell-stöðina mína og kaupa mér eins og eitt stykki húkkulaði eða jafnvel ís, en ég ákvað að sleppa því þar sem ég er að passa svo mikið upp á línurnar!!! Það hefði verið hressandi að lenda í vopnuðu ráni svona á miðvikudagskvöldi... en svo var ekki.

Ræninginn er ekki fundinn sem er frekar dapurt miðað við að hann var fótgangandi en ef maður hugsar út í það, þá tekur lögregluna sennilegan dágóðan tíma að koma sér til skjern og ræninginn sennilega búinn að labba til Rússlands á meðan þetta er jú sveitin....

En ég hef sett mér markmið að finna ræningjann og gera sjálfan mig að sjálfskipuðum lögreglumanni hér í bæ. Ég er þegar byrjaður og er búinn að yfirheyra fjölda manns í dag aðallega innflytjendur en þeir voru eiginlega þeir einu sem voru heima þegar ég gekk í hús milli 8 og 16 í dag... eða ekki.

kv Vignir
 


jaa

Nú er maður ekki alltaf með á nótunum með hvað er að gerast á íslandi en ég var að horfa á eitthvað lag með Barða í laugardagslögunum sem mér skilst að sé forval fyrir Evróvision keppnina hræðilegu. Veit ekki hvort þetta var um síðustu helgi eða helgina þar á undan eða helgina á undan þar á undan en það skiptir varla máli....

Hræðilegt lag sem henntar hræðilegri keppni í alla staði. Fyndnast fannst mér samt að sjá olíuborna-skjern-típu-drengina í bakrunni reyna að slá í takt með slæmum árangri og líka tanaði kópavogsbúinn á hljómborðinu að þykjast spila. Held þetta sé alveg kjörið framlag í þessa leiðinlegu keppni sem maður einhvernvegin asnast alltaf til að horfa á. 

Annars lítið í þessu. Það er víst einhver merkisdagur í Danmörku á laugardaginn og þá á maður að borða önd. Held að þessi dagur sé tilkominn því þennan dag árið 1955 kom út fyrsta Andrés Andar blaðið.... en svo gæti líka verið að ég hefði rangt fyrir mér.

kv Vignir 


jámm

Var að koma frá Álaborg þar sem jafntefli var staðreynd í frekar slökum leik, en dómararnir voru svona í slakari kantinum og réðu hálfpartinn úrslitum leiksins, en nóg um það ég ætla ekki að fara að hljóma eins og Kiddi Bjé hérna... en ég var góður slatti af mörkum og slatti af stoðsendingum, var tekinn úr umferð bróðurpartinn af leiknum.... eða ekki.

Er búinn að vera að horfa á næturvaktina á netinu. Sá á heiður skilið sem nennir að setja þættina inn á netið... tek hattinn af, hrósa honum, gef honum fimmu uppi og niðri, hrópa þrefalt húrra og hoppa í hring fyrir þeim manni.

Var að átta mig á því að það er búið að vera sama lagið í spilaranum hér til hliðar síðan danskvöldið ógeymalega, var reyndar að átta mig á því að ég hef sama og ekkert dansað síðan þá.... ætli ég sé hættur að dansa til að gleyma eða kannski langar mig bara ekkert að gleyma lengur.

En allavega ætla ég að bjóða upp á nýtt lag.... og annað til jafnvel... og jafnvel hafa þau dönsk bara hvernig væri það.... ætla að skoða þetta.

Búinn að skoða þetta og tvö dönsk lög ættu að vera kominn í spilarann hér til hliðar.

Fyrra lagið er hressandi dans-slagari með hljómsveit að nafni "Turboweekend" ég transast allur upp og fer í gamla e-pillu gírinn þegar ég heyri þetta lag, langar í glóstick, dómaraflautu og hvítan hlíra.... eða ekki, en hressandi lag.

Hitt lagið er með dönsku unglingunum  í "Dúné"... Þessir krakkar koma frá Skive og eru ekki nema sautján ára og eru bara nokkuð góð, reyndar svolítið fyrirsjáanleg en engu að síður hressandi og það er nú fyrir öllu.

kv Vignir

Jæja þetta er ekki að ganga nógu vel með þessi lög og klukkan orðin margt.... ætla koma mér í bólið, en ef ykkur langar ótrúlega að hreyra þessi lög þá hringið þið bara í mig og ég skal leyfa ykkur að njóta þeirra í gegnum nýja símann minn. 


já já

Þá hefur það verið skjalfest að leiðin að hjarta mínu liggur í gegnum magann.... það er nefnilega það, hressandi að fá þetta staðfest, mig var búið að gruna þetta í svolítinn tíma en gott að fá þetta á hreint.

Undradrengurinn Matti er mættur til dk og fjárfesti í iphone fyrir mig í hinu útlandinu áður en hann kom í þetta útland. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kaupi mér ekki ódýrasta síman í búðinni. Fékk síman í gær og  mikið ofboðslega er þetta skemmtileg græja. Þurfti reyndar að lesa mig aðeins til á netinu til að kracka símann en það gekk fyrir rest og ég var og er mikið, mikið glaður með tækið.

Nfl strákurinn var að fara hamförum á og eftir æfingu í dag. Hann talaði ekki um annað en það að Colts og Patriots leikinn í kvöld. Djöfull er ég kominn með ógeð á að hlusta á hann tala um Nfl, það er alveg sama þó að  í tvö og hálft ár hafi ég ekki sýnt neinn áhuga á því þegar hann er að tala um Nfl en einhvern veginn heldur hann bara áfram, hef meira segja sagt að þetta sé hundleiðinlegt.... en nei drengurinn er bara ekki að ná þessu. Óþolandi Nfl helvítis drasl.

Jæja ætla hætta þessu og fara að horfa á NFL.

kv Vignir 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband