Þriðjudagur, 30. október 2007
jám
Jæja þá er maður víst kominn í sveitina aftur eftir ágætis viku á íslandi. Merkilegt þessi vika var fljót að líða, náði nú samt að hitta sem flesta en þeir sem ég hitti ekki.... þá þykir mér ekki vænt um ykkur.
Datt í þvílíkan lukkupott í kvöld því í þessum töluðu orðum er verið að sýna hina klassísku Road House á 3 plús. Þessi mynd var og er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hún var í uppáhaldi hjá mér því mér fannst ekkert eðlilega kúl þegar Patrick reif barkann úr vonda gæjanum og hvað hann var hrikalega góður að slást og myndin er í uppáhaldi því hún er ekkert eðlilega léleg í alla staði, endalaust af lélegum one-linerum, slökum bardögum og ekki síst alveg skelfilega illa leikin, en allt þetta gerir myndina af instant klassík.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. október 2007
jájá
Í dag skellti ég mér á rakarastofuna og lét klippa mig. Ég tók þessa venjulegu línu sem ég geri alltaf þegar ég sest í rakarastólinn og sagði stúlkunni að hún mætti bara ráða hvernig hún klippi mig. Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi staðið sig frábærlega, ég er glæsilega klipptur og er ekki frá því að ég hafi alldrei verið myndarlegri..... eða hvað.
Nema hvað þegar stúlkan er svona að leggja loka hönd á klippinguna spyr hún mig" hvort hún megi ekki aðeins stytta eitthvað á mér, það er orðið svolítið sítt". Ég jánkaði náttúrulega bara eins og ég viti nákvæmlega um hvað hún er að tala.... en nei ég var ekki alveg að ná þessu hjá henni. Gæti verið því ég ákvað að hætta skilja dönsku.... hún var að spyrja hvort hún mætti ekki stytta aðeins á mér augabrýrnar, sem og hún gerði.
Hvað er það... ég stundaði það í nokkur ár að fara bara í klippingu í útlöndum (þ.e.a.s. ekki á íslandi) og hef verið klipptur í góðum meirihluta af öllum löndum í Evrópu en aldrei hafa verið snyrtar á mér augabrýrnar. Ég vissi ekki að það mætti hélt að það hefði dáið um leið og Vanilla-Ice datt úr tísku.
Þannig að næst þegar þið sjáið mig takið vel eftir hvað ég er með vel snyrtar augabrýr, samt ekki hýr, bara hausinn hann er nýr, er samt nokkuð skýr..... já já.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 15. október 2007
jám
Ég ætla hér með að kynna til leiks NFL-strákinn.
NFL-strákurinn er alinn upp á bóndabæ hér í grenndinni hann drekkur ekki og hefur aldrei gert, hann hefur gaman af dýrum og að lyfta lóðum. Pabbi hans og hann eru miklir aðdáendur af Tracktor pulling... í mörg ár keppti pabbi NFL-stráksins í Tracktor Pulling, sem er alveg eðlilegt.
NFL-strákurinn er góður strákur sem vill engum illt það eina sem fer svolítið í taugarnar á mér með NFL-strákinn er að hann getur ekki drullast til að tala um neitt annað en NFL (Amerískan fótbolta). Þetta er komið á það stig að ég er að spá í að hætta skilja dönsku bara svo ég þurfi ekki að hlusta á NFL-strákinn tala um NFL.
Ekki það að mér finnist þetta NFL eitthvað leiðinlegt en fyrr má nú fyrr vera NFL-strákurinn talar ekki um annað.... og ég hef gjörsamlega kominn með upp í kok á því þegar NFL-strákurinn er að lýsa fyrir einhverri magnaðri tæklingu eða rosalega spennandi loka mínútum.
Hingað og ekki lengra ég er hættur að skilja dönsku.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. október 2007
jám
Spiluðum við FCk á föstudaginn og töpuðum... full höll 2500 manns og ótrúlegt en satt var bara rífandi stemming í Skjern Bank Arena. Yfirleitt sitja áhorfendur okkar og klappa þegar við skorum, öskra kannski smá þegar dómarinn gerir mistök en þá er það líka upptalið.. en á föstudaginn þá voru öskur og læti nánast allan leikinn. En þar af leiðandi segir það okkur að dómararnir voru slakir, ég mundi segja að það hafi hallað að okkur en það er bara ég... en þeir voru slakir á báða bóga.
Arnór kom færandi hendi var eitthvað að reyna að múta mér fyrir leikinn... sagði við mig að hann væri með rjúkandi nýtt Séð og Heyrt sem hann vildi endilega gefa mér... ég tók þessu náttúrulega þannig að hann væri að biðja mig um að vera góður við sig í leiknum.... Ég sagði við hann að ég mundi ekki taka við blaðinu fyrir leikinn, gæti ekki þegið gjafir frá mótherjum mínum... Við töpuðum og ég fékk séð og heyrt, takk fyrir það.
Verkefnið "sófinn 2007 á Violvej 12" hefur eitthvað seinkað vegna smá lagadeilna sem eru í gangi en það er eitthvað að birta til í þeim málum og fara að koma rjúkandi sófafréttir fljótlega, bráðlega, vonandi, kannski, ég lofa þær koma snart.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. september 2007
jámm
Ég veit ekki hvort að þið vitið af þessu en þetta er alveg möst.... það er Steven Seagal helgi á stöð 3 hér í dk. Við erum að tala um hvert meistarastykkið á fætur öðru.
"Exit wounds" var að klárast og "Hard to Kill" var að byrja og þvílík byrjun. Búið að reyna að drepa "mávinn" allavega 3 sinnum og hann er búinn að ganga frá svona fjórum og brjóta um það 23 hendur og 14 fætur og það er ekki nema tuttugu mínútur síðan myndin byrjaði.... verður það eitthvað betra, ég held nú ekki.
Það klárlegar borgar sig að taka flug frá Íslandi til köben, kaupa fullt af nammi í fríhöfninni, finna sér ódýrt herbergi með stöð 3 og horfa svo á snilldina alla helgina. Mér finnst eins og allt annað sé rangt en að gera nákvæmlega þetta.
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 20. september 2007
jájá
Ég held það sé búið að fréttast í undirheimum skordýranna að ég hafi drepið leiðtoga þeirra, því undanfarna dag er ég ekki búinn að gera annað en að myrða kóngulær... óþolandi.
kv VignirBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. september 2007
jájá
Ég er að skynja það að fólk sé ekki að meta síðustu færslu um Dr. Alban eða Doktorinn eins og ég kalla hann. Er fólk ekki að átta sig á að þarna er einn færasti listamaður samtímans á ferð.
En að öðru. Sat í makindum mínum og var að horfa á sjónvarpið í gærkvöldi. Klukkan var einhverjar mínútur gengin í tólf og ég var á þessu vanalega stöðvaflakki svona rétt fyrir svefninn. Sé ég út undan mér að það er eitthvað kvikyndi að skríða á stofugólfinu, mér bregður.
Risastór kónguló, viðbjóður.Hún horfði grimmilega í augun á mér þegar ég teigi mig eftir flugnaspaðanum. Með öllu mínu afli kleyf ég loftið með flugnaspaðanum. Í minningunni gerðist þetta allt í slow motion. Kóngulóin horfði á mig allan tíman á meðan spaðinn þaut í áttina að henni. Rétt áður en ég bjó mig undir að heyra smell í gólfinu og fá kóngulóarblóð yfir mig allan, rétti kóngulóin eina löppina út og greip spaðann. Hrifsaði hann af mér, beit hann í tvennt og henti honum út í horn.
Ég panikaði gjörsamlega. Stökk upp á eldhúsborðið og öskraði eins og sjö ára stelpa. Tók allt steini léttara og henti í átt að köngulónni. Það var sama hverju ég kastaði hún náði alltaf að slá það í burtu eða koma sér undan... og ég er þokkalega góður í að kasta.
Nú voru góð ráð dýr. Ég stökk af eldhúsborðinu opnaði skúffuna, náði í hníf og kastaði honum að öllu afli í áttina að köngulónni. Hnífurinn hringsnerist í loftinu og stefndi á köngulóna. Á einhvern undraverðan hátt náði köngulóin að grípa hnífinn.
Ég var króaður af í mínu eigin eldhúsi með morðóða matrix könguló tveimur metrum fyrir framan mig. Ég reif upp stærsta hnífinn minn, því ég ætlaði ekki að deyja án þess að hafa farið í Lególand. Nú hófst einhver erfiðasti og lengsti hnífabardagi sem ég hef nokkurtíman tekið þátt í. Ég reyndi öll trixin mín en köngulóin virtist eiga svör við þeim öllum. Hún var vel þjálfuð það fór ekki á milli mála.
Eftir um það bil 3 tíma bardaga var ég að þrotum kominn, kófsveittur með smáskrámur út um allan líkama. Ég hugsaði með mér "ég get ekki meir, ég get ekki meir". Ég var farinn að sjá fram á að þetta var mitt síðasta, ég kæmist aldrei í Lególand. Kóngulóin gekk hægum skrefum í áttina á mér með hnífinn í hönd tilbúinn til að ganga frá mér.
Ég leit í kringum mig. Sá filmubox liggjandi á gólfinu og lyftiduftið frá því ég var að baka fyrr um daginn var enþá á borðinu. Ég held ég hafi aldrei verið sneggri en á næstu sekúndum. Ég stökk á fætur reif filmuboxið, helti lyftidufti í það og stökk að eldhúsvaskinum og sett smá vatn í, lokaði hristi og kastaði því undir kóngulóna. Kóngulóin horfði undrandi á mig. Hún áttaði sig á því hvað væri að gerast. Ég sá stolt í augunum á henni rétt áður en hún sprakk í loft upp. Köngulóin vissi það að hún hafði tapað fyrir verðugum andstæðing.
Lærdómurinn sem má draga af þessari sögu er "flýtum okkur hægt í umferðinni"
kv Vignir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 6. september 2007
jájá
Hvað get ég sagt... Dr. Alban... en við skulum nú byrja á byrjuninni.
Alban Nwapa ólst up hlustandi á Fela Kuti og James Brown. Þegar hann var 23 ára byrjaði hann að læra tannlækninn. Til að fjármagna nám sitt byrjaði tónlistarunnandinn og tannlæknaneminn að búa til sína eigin músík. Á þessum tíma vann Alban sem plötusnúður á þekktum klúbb í Stockholm ´Alphabet Street´. Á mjög skömmum tíma varð nafn hans á allra vörum, sérstaklega eftir að Alban tók upp á því að syngja með lögunum sem hann spilaði á klúbbnum. DJ René gat ekki annað en tekið eftir honum og þannig var Alban uppgvötaður. Alban kláraði námið og opnaði sína eigin stofu en hélt engu að síður áfram að starfa sem plötusnúður... svona á kantinum.
Árið 1990 hitti Alban Denniz PoP frá fyrirtækinu SweMix. Alban lagði tannlækna borinn til hliðar og fór að eltast við frægðar draum sinn. Með Denniz og Rap drottningunni Leila K, bjuggu þau til smellinn "Hello Africa", þar sem Alban lýsir ást sinni á móðurlandinu. Lagið sló í gegn, Alban tók up nafnið Dr Alban. Fyrsta plata hans Hello Africa seldist í rúmlega 1 milljón eintökum.
Einu ári seinna gaf hann út nýja plötu One Lovw sem innihélt stórsmellinn "It´s My Life". Singulinn með "It´s My Life" seldist í 1,6 milljónum eintaka (singulinn var meðal annars notaður í Tampax auglýsingu). Platan seldist samstundis í 1,7 milljónum eintaka. Eftir það komu platan Look Who´s Talking og Born In Africa. Allt í allt hefur Dr Alban selt yfir 5 milljónir platna og 6 milljónir singla
Á seinni árum hefur Dr Alban aðeins dregið sig í hlé enda nýtur tónlist hanns ekki eins mikilla vinsælda nú til dags eins og hún gerði áður fyrr. Dr Alban stofnaði sitt eigið útgáfufyrirtæki að nafni Dr Records.
Þess má til gamans geta að Dr Alban er frændi hins fræga Nigeriska tónlistarmanns Charls "Charlie Boy" Oputa. Hann er einnig frændi Ricarda Wátltken úr Þýska hip hop bandinu Tic Tac Toe.
Dr Alban stefnir á útgáfu nýrrar plötu í ár og á hún að bera nafnið Back To Basics. Upplýsingar um hvernig nálgast má plötuna er að finna á www.dralban.net
Tónleikarnir í gær voru upplifun... jafnvel þeir bestu sem ég hef farið á.... lengi lifi Dr. Alban
kv Vignir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. september 2007
ja ja
Matti er kom með eina bestu hugmynd sem ég hef heyrt lengi... Frikki Wuppertal kom með möntvask og kaffi hús.... Svavar Vignis kemur með sólbaðstofu og bakarí. Þetta dæmi getur ekki klikkað...
Ég hef fundið það að alltaf þegar ég fer í ljós og þá erum við að tala um mörg skipti enda hef ég verið þekktur fyrir að vera mjög svo hrifinn af Tan-lækninum, að þegar ég stend upp úr bekknum þá hefur mér alltaf langað í eins og eitt rúnstykki eða jafnvel vínarbrauð... nú ætla ég að sameina þessi tvö áhugamál mín og opna eitt stykki bakarí og sólbaðstofu... kemur sennilega til með að heita "bakarí og Tan" eða "Sólarí" eða eitthvað álíka.
Fór til Árhus á föstudaginn, fékk mér að borða og fór á reif.... já við erum að tala um strópinn og reykvélina... já allur pakkinn. Fór svo á laugardaginn og horfði á Haukana tapa á móti Sandefjörd... fékk svo að hanga með strákunum um kvöldið... spiluðum póker og ég af öllum mönnum vann þá í póker.... það er yfirleitt hlegið af mér þegar ég spila póker með dönunum en nei, nei... ég kom sjálfum mér á óvart og vann.... eina og hálfa milljón held ég að vinningsféð hafi verið... en ég á eftir að telja allt klinkið
kv Vignir
aka Svavar Vignis
Já og svo má ekki gleyma að ég er að fara á tónleika með engum öðrum en goðsögninni Dr Alban á miðvikudaginn.... shit hvað ég er spenntur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Já
32 símtöl, 115 tölvupóstar, 2 sms, 1 mms, 5 skeyti og 4 bréfdúfur.... Allt voru þetta áskoranir á mig að opna bakarí í skjern... eða reyndar ekki allt, ein bréfdúfan var Ashmal penna-vinnur minn, (það er allt gott að frétta af honum, hann var að eignast sína fyrstu geit, stór dagur fyrir Ashmal og fjölskyldu hans). En svo við snúm okkur aftur að bakaríunu... þá hugsaði ég þetta þannig ef þetta er það sem fólkið vill þá er það bakarí sem fólkið fær.
Alla vikuna er ég búinn að vera að gera fjárhagsáætlanir, skoða húsnæði, skoða hina ýmsu ofna, ráða bakara og allskonar bakarísdót... þetta var allt að smella, ég var kominn með allt sem þurfti til þess að hrinda þessu í framkvæmd... en þá áttaði ég mig á því að mér langaði frekar að opna sólbaðstofu og hætti við þetta allt saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)